Albert Rocas
Albert Rocas
Svíum tókst að leggja heimsmeistara Spánverja í þriðju tilraun en liðin luku undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið í Danmörku með því að mætast í Malmö í Svíþjóð í gærkvöld.

Svíum tókst að leggja heimsmeistara Spánverja í þriðju tilraun en liðin luku undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið í Danmörku með því að mætast í Malmö í Svíþjóð í gærkvöld.

Svíar fögnuðu fimm marka sigri, 30:25, eftir að hafa haft tveggja marka forskot í hálfleik, 15:13. Þetta var þriðji leikur þjóðanna á nokkrum dögum en heimsmeistararnir, sem eru í riðli með Íslendingum á Evrópumótinu, unnu fyrstu tvo leikina, 28:22 á heimavelli í Cordoba og 28:24 í Kristianstad í Svíþjóð í gær.

Johan Sjöstrand markvörður Svía var öðrum fremur maðurinn á bakvið sigur sinna manna en hann varði markið oft á tíðum meistaralega vel. Niclas Ekberg var atkvæðamestur í liði Svíanna með 6 mörk en hjá Spánverjum var Victor Tomas markahæstur með 4 mörk og næstur kom Albert Roca með þrjú mörk. gummih@mbl.is