Hannes Smárason
Hannes Smárason
Gísli G. Hall, lögmaður Hannesar Smárasonar, lagði í gærmorgun, við fyrirtöku máls á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur, fram bókun þar sem fram kemur að Hannes krefjist þess að málinu verði vísað frá.

Gísli G. Hall, lögmaður Hannesar Smárasonar, lagði í gærmorgun, við fyrirtöku máls á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur, fram bókun þar sem fram kemur að Hannes krefjist þess að málinu verði vísað frá. Vegna anna dómara verður ekki hægt að flytja málið fyrr en í byrjun mars nk.

Hannes Smárason er ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa 25. apríl 2005 sem stjórnarformaður FL Group dregið sér af fjármunum FL Group 2,875 milljarða króna sem hann ráðstafaði til Fons.

Finnur Vilhjálmsson, saksóknarfulltrúi hjá sérstökum saksóknara, sagði það geta verið erfitt að flytja málið þar sem mjög takmarkaðar upplýsingar komi fram í bókuninni um málsástæður Hannesar. Dómarinn, Guðjón St. Magnússon, sagði ekkert annað að gera en flytja málið þó innihaldið virðist efnismikið. Sækjandinn verði hreinlega að vera tilbúinn að bregðast við ræðu verjanda Hannesar. andri@mbl.is