Haukur Andrésson
Haukur Andrésson
Haukur Andrésson, handknattleiksmaður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Guif er með slitið krossband og fer í aðgerð af þeim sökum á næstu dögum.

Haukur Andrésson, handknattleiksmaður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Guif er með slitið krossband og fer í aðgerð af þeim sökum á næstu dögum. Haukur hefur ekki leikið með Guif-liðinu um skeið af vegna þessa og verður ekki klár í slaginn á handboltavellinum á nýjan leik fyrr en næsta vetur.

Haukur átti að fara í aðgerð vegna krossbandsins skömmu fyrir jól en aðgerðinni var slegið á frest vegna sárs sem hann var með á hnénu.

Þetta er í fyrsta skipti sem Haukur verður fyrir því óláni að slíta krossband. Bróðir hans, Kristján, sem nú er þjálfari Guif, fór illa út úr krossbandaslitum og náði aldrei almennilega heilsu sem endaði með því að hann varð að leggja keppnisskóna á hilluna á besta aldri. iben@mbl.is