Verðlaunahafi Zoltán Rostas hlaut 1. verðlaun í alþjóðlegu píanókeppninni í Bekescsaba árið 2006.
Verðlaunahafi Zoltán Rostas hlaut 1. verðlaun í alþjóðlegu píanókeppninni í Bekescsaba árið 2006.
Fyrstu tónleikar ársins í tónleikaröðinni Föstudagsfreistingar verða haldnir kl. 12 í dag í Hömrum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Á þeim leikur ungverski píanóleikarinn Zoltán Rostas eina þekktustu píanósónötu allra tíma, Sónötu í f-moll op.

Fyrstu tónleikar ársins í tónleikaröðinni Föstudagsfreistingar verða haldnir kl. 12 í dag í Hömrum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Á þeim leikur ungverski píanóleikarinn Zoltán Rostas eina þekktustu píanósónötu allra tíma, Sónötu í f-moll op. 57, „Appassionata“, eftir L.v. Beethoven. Rostas nam við Franz Liszt-tónlistarháskólann í Búdapest og hefur leikið víða í Evrópu undanfarin ár. Árið 2006 hlaut hann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu píanókeppninni í Bekescsaba.

Föstudagsfreistingar eru á vegum Tónlistarfélags Akureyrar og eru orðnar fastur liður í menningarlífi bæjarins, tónleikaröð sem haldin hefur verið til fjölda ára. Tónleikagestir geta gætt sér á súpu meðan á tónleikum stendur en hana matreiðir 1862 Nordic Bistro.