— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Málarar í slippnum í Reykjavík unnu fram á kvöld í gær við að mála aflaskipið Kleifaberg RE-70 frá Ólafsfirði. Skipið var einn af aflahæstu togurum landsins á síðasta ári og eru skipverjar óþreyjufullir að komast aftur á sjó.
Málarar í slippnum í Reykjavík unnu fram á kvöld í gær við að mála aflaskipið Kleifaberg RE-70 frá Ólafsfirði. Skipið var einn af aflahæstu togurum landsins á síðasta ári og eru skipverjar óþreyjufullir að komast aftur á sjó. Það hefur tafist vegna þess að ekki hefur viðrað vel til málningarvinnu. Skipið heldur þó af stað í kvöld fagurblátt með hreinni hvítri rák á stefni og síðu.