Margrét Hrafnsdóttir
Margrét Hrafnsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrstu hádegistónleikar ársins í Háteigskirkju verða í dag milli kl. 12.00 og 12.30.

Fyrstu hádegistónleikar ársins í Háteigskirkju verða í dag milli kl. 12.00 og 12.30. Þá flytja Margrét Hrafnsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari fimm laga ljóðaflokk Richards Wagners, Wesendonck Lieder , sem nefndur er eftir ljóðskáldinu Mathildu Wesendonck. Að auki munu þær flytja valin lög eftir Ölmu Mahler.

Hádegistónleikarnir í Háteigskirkju eru haldnir alla föstudaga og þar er flutt fjölbreytt efnisskrá. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Lilja Eggertsdóttir píanóleikari og söngkona. Almennt miðaverð er eitt þúsund krónur.