Ragnar Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson
Danska meistaraliðið FC Köbenhavn staðfesti í gær að félaginu hefði borist tilboð frá rússnesku liði í íslenska landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson, eftir að danska blaðið Ekstrabladet hafði greint frá málinu.

Danska meistaraliðið FC Köbenhavn staðfesti í gær að félaginu hefði borist tilboð frá rússnesku liði í íslenska landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson, eftir að danska blaðið Ekstrabladet hafði greint frá málinu.

„Vegna þeirra sögusagna um áhuga rússnesks liðs á Ragnari Sigurðssyni getur félagið staðfest að því hefur borist tilboð í Ragnar. Það verður greint sérstaklega frá því ef félögin munu komast að samkomulagi um félagaskiptin áður en félagaskiptaglugganum verður lokað,“ sagði í yfirlýsingu frá FC Köbenhavn. Ekki hefur verið greint frá því um hvaða félag er að ræða.

Ragnar, sem er 27 ára gamall, kom til FC Köbenhavn frá sænska liðinu IFK Gautaborg árið 2011. Hann hefur spilað 69 leiki með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og hefur í þeim skorað fjögur mörk.

gummih@mbl.is