10. janúar 1980 Ísland sigrar Noreg, 21:15, á Eystrasaltsmótinu, Baltic Cup, í handbolta karla í Vestur-Þýskalandi. Fjórir leikmenn skoruðu mörkin, Viggó Sigurðsson 6, Bjarni Guðmundsson 6, Þorbergur Aðalsteinsson 5 og Steindór Gunnarsson 4.

10. janúar 1980

Ísland sigrar Noreg, 21:15, á Eystrasaltsmótinu, Baltic Cup, í handbolta karla í Vestur-Þýskalandi. Fjórir leikmenn skoruðu mörkin, Viggó Sigurðsson 6, Bjarni Guðmundsson 6, Þorbergur Aðalsteinsson 5 og Steindór Gunnarsson 4. Þá átti Jens Einarsson einhvern sinn besta landsleik í markinu. Þetta var eini sigur Íslands í fjórum leikjum á mótinu og liðið endaði í sjötta sæti af átta liðum.

10. janúar 2003

Ísland sigrar Pólland, 29:22, á alþjóðlegu handknattleiksmóti karla í Farum í Danmörku. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði mest, 5 mörk. „Guðmundur fór hamförum í markinu,“ segir í fyrirsögn Morgunblaðsins en Guðmundur Hrafnkelsson varði 25 skot í leiknum, 19 þeirra í fyrri hálfleiknum.

10. janúar 2010

Ísland sigrar Þýskaland í annað sinn á tveimur dögum í vináttulandsleik í handbolta karla, nú 33:29 í Regensburg. Ólafur Stefánsson skorar 9 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson 6 en þarna voru níu dagar í fyrsta leik liðsins á EM í Austurríki.