Ekkert íslenskt dómarapar verður í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í handknattleik að þessu sinni. Fyrir tveimur árum dæmdu Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson á mótinu.

Ekkert íslenskt dómarapar verður í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í handknattleik að þessu sinni. Fyrir tveimur árum dæmdu Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson á mótinu. Til stóð að þeir dæmdu annan undanúrslitaleik mótsins en veikindi gerðu það að engu.

Samstarfi þeirra félaga lauk í vor þegar Hlynur lagði flautuna á hilluna en þeir voru reyndasta og fremsta dómarapar landsins.

Áður höfu Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmt á EM karla í Sviss árið 2006. Stefán var einnig í eldlínunni á EM 1998 á Ítalíu og þá með Rögnvald Erlingssyni. Þeir dæmu undanúrslitaleik mótsins milli Þjóðverja og Spánverja.

Af 12 pörum dómara sem dæma á EM í Danmörku er aðeins eitt frá Norðurlöndunum, danska parið Martin Gjeding og Mads Hansen. iben@mbl.is