Fá ljón eru eftir í Vestur-Afríku.
Fá ljón eru eftir í Vestur-Afríku.
Ljón gætu horfið með öllu í Vestur-Afríku á næstu árum ef ekki verður gripið til frekari aðgerða til að vernda þau. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var á stofninum í ellefu löndum yfir sex ára tímabil.

Ljón gætu horfið með öllu í Vestur-Afríku á næstu árum ef ekki verður gripið til frekari aðgerða til að vernda þau. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var á stofninum í ellefu löndum yfir sex ára tímabil.

Áður fyrr lifðu ljón allt frá Senegal til Nígeríu sem er 2.400 kílómetrum austar. Könnunin bendir til þess að nú lifi aðeins 250 ljón og á aðeins 1% af þessu búsvæði þeirra. Þau skiptast í fjórar einangraðar hjarðir. Ein er í Senegal, tvær í Nígeríu og sú fjórða heldur sig við landamæri Benín, Níger og Búrkína Fasó. Aðeins í síðastnefndu hjörðinni eru fleiri en fimmtíu ljón.

Ljón í Vestur-Afríku eru minni en þau sem búa í Suður- og Austur-Afríku. Philipp Henschel, einn þeirra sem stóðu að könnuninni, segir að í mörgum landanna hafi ekki verið vitað hve illa stofninn stæði vegna þess að ekkert fé hafi verið lagt í að rannsaka ástand hans.