Björn Bergmann Sigurðarson
Björn Bergmann Sigurðarson
Björn Bergmann Sigurðarson leikmaður enska C-deildarliðsins Wolves hefur af og til verið orðaður við danska úrvalsdeildarliðið FC Köbenhavn sem landsliðsmennirnir Rúrik Gíslason og Ragnar Sigurðsson leika með.

Björn Bergmann Sigurðarson leikmaður enska C-deildarliðsins Wolves hefur af og til verið orðaður við danska úrvalsdeildarliðið FC Köbenhavn sem landsliðsmennirnir Rúrik Gíslason og Ragnar Sigurðsson leika með.

Ståle Solbakken er þjálfari Kaupliðsins og það var hann sem fékk Björn til liðs við sig þegar hann var við stjórnvölinn hjá Úlfunum. Solbakken sagði við danska fjölmiðla í gær að Björn Bergmann væri ekki leið til FC Köbenhavn nú í félagaskiptaglugganum. „Björn er ekki á leið til okkar. Það er klárt að hann er leikmaður sem ég er hrifinn af. Hann hefur mikla hæfileika en hann er ekki leikmaður sem við erum að reyna að fá í þessum félagaskiptaglugga,“ sagði Solbakken við danska blaðið BT . Björn hefur komið við sögu í 18 leikjum með Wolves í C-deildinni og hefur í þeim skorað tvö mörk. gummih@mbl.is