Ferðamenn sem fóru um Leifsstöð í desember síðastliðnum voru um 41.700 og nemur fjölgunin um 48,8% frá desember árið 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Visitor's Guide og NETINU markaðs- og rekstrarráðgjöf.
Ferðamenn sem fóru um Leifsstöð í desember síðastliðnum voru um 41.700 og nemur fjölgunin um 48,8% frá desember árið 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Visitor's Guide og NETINU markaðs- og rekstrarráðgjöf. Þar kemur einnig fram að Bretar hafi verið fjölmennastir af erlendum ferðalöngum í desember, eða um 32,7%. Þar næst komu ferðalangar frá Bandaríkjunum, en þeir voru 14,3% af heildarfjölda farþega. Heildarfjöldi ferðamanna er fóru um Leifsstöð árið 2013 var um 781.000 og nemur fjölgunin um 20,7% miðað við 2012.