Snorri Steinn Guðjónsson er þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í lokakeppni EM frá upphafi og aðeins einn þriggja landsliðsmanna sem náð hafa að skora yfir 100 mörk í úrslitakeppninni.

Snorri Steinn Guðjónsson er þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í lokakeppni EM frá upphafi og aðeins einn þriggja landsliðsmanna sem náð hafa að skora yfir 100 mörk í úrslitakeppninni.

Hann hefur skorað 116 mörk í 23 leikjum, sem gerir að jafnaði um fimm mörk í leik.

Snorri Steinn gaf ekki kost á sér í landsliðið í síðustu lokakeppni EM af fjölskylduástæðum en hann hafði þá nýlega eignast annað barn með eiginkonu sinni, Marín Sörens Madsen.

Snorri Steinn kemur því inn í úrslitakeppni EM á nýjan leik núna en hann lék alla leikina í undankeppninni og var með í úrslitakeppni HM á Spáni fyrir ári.

Lék 23 EM-leiki í röð

Snorri Steinn lék 23 leiki í röð í lokakeppni EM, þann fyrsta í Celje í Slóveníu 22. janúar 2004, í 34:28, tapi íslenska landsliðsins. Hann skoraði fimm mörk í leiknum. Síðasti leikur Snorra Steins í lokakeppni EM var viðureignin við Pólverja um bronsið á EM í Austurríki, 2010. Ísland vann leikinn, eins og mörgum er eflaust í fersku minni, 29:26. Snorri Steinn skoraði fjögur mörk. iben@mbl.is