Íslenska landsliðið í handknattleik tekur nú þátt í lokakeppni Evrópumótsins í áttunda sinn í röð. Aðeins einu sinni hefur liðið unnið upphafsleik sinn í keppninni. Það átti sér stað á EM í Sviss árið 2006.

Íslenska landsliðið í handknattleik tekur nú þátt í lokakeppni Evrópumótsins í áttunda sinn í röð. Aðeins einu sinni hefur liðið unnið upphafsleik sinn í keppninni. Það átti sér stað á EM í Sviss árið 2006. Þá vann íslenska landsliðið sameiginlegt lið Serba og Svartfellinga, 36:31. Tvisvar hefur íslenska landsliðið „opnað“ með jafnefli, 24:24, gegn Spáni á EM 2002 og 29:29 á móti Serbum á EM 2010 í Austurríki. Á EM 2010 enduðu tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins með jafntefli því eftir að hafa skilið með skiptan hlut fyrir Serbum þá missti íslenska liðið unninn leik við Austurríki niður í jafntefli í annarri umferð, 37:37.

Tapleikirnir í fyrsta leik eru: 31:23, fyrir Svíum 2000, 34:28, fyrir Slóveníu 2004, 24:19, á móti Svíum 2008 og 31:29 tap fyrir Króötum á EM 2012.

Nú mætir íslenska landsliðið Noregi í upphafsleik sínum á EM. Aðeins einu sinni hefur íslenska landsliðið mætt landsliði frá Norðurlandaþjóð í fyrstu umferð. Sá leikur var við Svía á EM 2000 í Rieka í Króatíu. Svíar unnu örugglega, 31:23.

i ben@mbl.is