Höfundar Með umfjölluninni er birt mynd af þessu verki Hallgríms, Íslensk bókmenntasaga, IV bindi.
Höfundar Með umfjölluninni er birt mynd af þessu verki Hallgríms, Íslensk bókmenntasaga, IV bindi.
„Ef menn setjast einhvern daginn að á Mars, þá gætu bókmenntirnar þar og samfélagið líkst þeim heimi á Íslandi sem Hallgrímur Helgason endurspeglar af svo miklum heiðarleika,“ skrifar kanadíski rithöfundurinn Douglas Coupland í umfjöllun um...

„Ef menn setjast einhvern daginn að á Mars, þá gætu bókmenntirnar þar og samfélagið líkst þeim heimi á Íslandi sem Hallgrímur Helgason endurspeglar af svo miklum heiðarleika,“ skrifar kanadíski rithöfundurinn Douglas Coupland í umfjöllun um sýningu Hallgríms í hinu virta alþjóðlega listtímriti ArtForum. Sýning Hallgríms, „Íslensk bókmenntasaga, IV bindi“, var opnuð í Tveimur hröfnum listhúsi í haust, þegar Bókmenntahátíð í Reykjavík og PEN-þingið stóðu yfir. Höfundur greinarinnar er þekktur rithöfundur og þykir það talsverður heiður að fjallað sé um sýningar í tímaritinu.

Verkin á sýningu Hallgríms sýndu öll íslenska rithöfunda og flest Halldór Laxness og Guðrúnu frá Lundi. Vakti sýningin talsverða athygli og seldust flest verkin strax. Coupland nálgast verkin frá sjónarhóli gests sem undrast bókmenntaáhuga landsmanna en jafnframt smæð samfélagsins – mögulega sé þetta ójarðneskasti staður jarðar og tungumál heimamanna hljómi eins og þeir búi það jafn óðum til, skrifar hann.

Sjónum er einkum beint að verkinu sem sýningin er nefnd eftir, af Halldóri Laxness með Nóbelsverðlaunin umkringdum íslenskum höfundum sem einnig dreymdi um að hreppa þau. Hrifinn rýnirinn segir verkið fjalla um sígilt viðfangsefni, stóra fiskinn í litlu tjörninni, það fangi tilfinningalegu spennuna þar sem stór fjölskylda sameinist við matarborð, en um leið sé það portrettmynd af íslenskri þjóð.