Björgvin Páll Gústavsson
Björgvin Páll Gústavsson
Fjórum sinnum hefur íslenska landsliðið leikið við Ungverja í lokakeppni EM og unnið í tvígang en tapað tvisvar. Fyrsti leikur þjóðanna í lokakeppni EM var í Celje í Slóveníu 2004. Ungverjar unnu öruggan sigur, 32:29.

Fjórum sinnum hefur íslenska landsliðið leikið við Ungverja í lokakeppni EM og unnið í tvígang en tapað tvisvar. Fyrsti leikur þjóðanna í lokakeppni EM var í Celje í Slóveníu 2004. Ungverjar unnu öruggan sigur, 32:29. Aftur mættust liðin tveimur árum síðar á EM í Sviss, nánar tiltekið í bænum Sursee. Ungverjar hrósuðu sigri á nýjan leik, 35:31, en sigurinn skipti þá engu máli þar sem þeir sátu eftir í riðlinum og héldu heim að honum loknum.

Íslenska landsliðið vann loksins ungverska liðið í Þrándheimi á EM 2008, 36:28. Þá fór Snorri Steinn Guðjónsson á kostum, eins og fleiri í íslenska liðinu, og skoraði 11 mörk.

Fjórða viðureign liðanna var í Novi Sad í Serbíu á EM fyrir tveimur árum. Á ný vann íslenska landsliðið öruggan sigur, 27:21, þar sem Björgvin Páll Gústavsson markvörður og Vignir Svavarsson voru fremstir meðal jafningja í íslenska liðinu.

Fimmta viðureign Íslendinga og Ungverja á EM í handbolta karla verður í Álaborg á þriðjudaginn. iben@mbl.is