Starfsfólk fiskvinnslunnar Marmetis í Sandgerði fékk í gær laun sín fyrir desembermánuð gerð upp að fullu. Daginn áður hafði fólkið fengið hluta launanna. Þetta staðfesti Magnús S.

Starfsfólk fiskvinnslunnar Marmetis í Sandgerði fékk í gær laun sín fyrir desembermánuð gerð upp að fullu. Daginn áður hafði fólkið fengið hluta launanna. Þetta staðfesti Magnús S. Magnússon, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, í samtali við mbl.is.

Marmeti hætti vinnslu fyrr í vetur eftir nokkurra mánaða starfsemi og sagði öllu starfsfólki upp, flestum fyrir 1. desember. Unnið hefur verið að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins undanfarnar vikur með það að markmiði að halda rekstri áfram. Verkalýðsfélagið og bæjaryfirvöld hafa hvatt til þess.

Marmeti gerði fjárfestingarsamning við ríkið í byrjun síðasta árs og fær skattaívilnanir hjá ríkissjóði og sveitarfélaginu.