Fyrirburi á vökudeild spítala.
Fyrirburi á vökudeild spítala.
Ákveðin bakteríutegund gæti verið stór áhrifavaldur í fæðingum fyrir tímann samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna við Duke-læknaháskólann.

Ákveðin bakteríutegund gæti verið stór áhrifavaldur í fæðingum fyrir tímann samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna við Duke-læknaháskólann.

Niðurstöður þeirra sem birtar voru í tímaritinu PLOS ONE benda til þess að þessar bakteríur valdi því að himnan utan um barnið þynnist og rofnar á endanum. Þetta er orsök þriðjungs allra fæðinga fyrir tímann.

Vísindamennirnir hafa fundið mikið magn baktería á þeim svæðum þar sem himnan rofnar. Eftir því sem magn bakteríanna var meira, því þynnri voru himnurnar. Ef bakteríurnar eru orsök en ekki afleiðing himnurofsins gæti verið mögulegt að þróa ný meðferðarúrræði eða að greina hvort konur séu í hættu á að fæða fyrir tímann með því að leita að bakteríunum í verðandi mæðrum.

„Við erum ennþá nokkrum skrefum frá því þessu markmiði en þetta gefur okkur tækifæri til að kanna mögulegar sérhæfðar meðferðir sem okkur skortir í fæðingarlækningum,“ segir Amy Murtha, aðstoðarprófessor í fæðingarlækningum og kvensjúkdómum við Duke, sem fór fyrir rannsókninni.