— AFP
Þreyttir flóttamenn tína til föggur sínar af bát sem ferjaði þá til bæjarins Minkammen í Suður-Súdan. Þúsundir íbúa hafa flúið heimili sín á svæðum sem uppreisnarmenn hafa náð á vald sitt, af ótta við yfirvofandi átök þeirra og stjórnarhermanna.

Þreyttir flóttamenn tína til föggur sínar af bát sem ferjaði þá til bæjarins Minkammen í Suður-Súdan. Þúsundir íbúa hafa flúið heimili sín á svæðum sem uppreisnarmenn hafa náð á vald sitt, af ótta við yfirvofandi átök þeirra og stjórnarhermanna.

Sumir flóttamannanna sem komu til Minkamman í gær sögðust hafa eytt deginum í felum utan við borgina Bor þar sem vopnaðir menn börðust um yfirráð yfir henni. Þrisvar hefur skipt um yfirráð yfir Bor í átökunum en uppreisnarmenn ráða nú ríkjum þar.