Ellefu þjóðir hafa unnið til verðlauna á Evrópumótum karla í handknattleik síðan það fyrsta fór fram í Portúgal fyrir 20 árum. Fáeinum árum áður hafði Handknattleiksssamband Evrópu, EHF, verið stofnað.

Ellefu þjóðir hafa unnið til verðlauna á Evrópumótum karla í handknattleik síðan það fyrsta fór fram í Portúgal fyrir 20 árum. Fáeinum árum áður hafði Handknattleiksssamband Evrópu, EHF, verið stofnað. Einn hvatamanna að stofnun þess var Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrverandi formaður HSÍ. Eitt af markmiðum með stofnun EHF var að efna til Evrópukeppni landsliða og leggja þar með niður B- og C-heimsmeistaramót sem lengi höfðu verið við lýði.

Svíar hafa oftast orðið Evrópumeistarar, fjórum sinnum, en danska landsliðið hefur oftast unnið til verðlauna, alls fimm sinnum, tvenn gullverðlaun og þrenn bronsverðlaun.

Króatar og Spánverjar hafa einnig unnið til fernra verðlauna hvor þjóð á EM karla en aldrei til gullverðlauna. Spánverjar hafa þrisvar leikið til úrslita en alltaf tapað. Króatíska landsliðið á tvo úrslitaleiki að baki sem báðir töpuðust. Danir og Frakkar eiga næstflest gullverðlaun, tvenn hvor þjóð, og eru næstir á eftir Svíum í fjölda gullverðlauna. iben@mbl.is