Loðna Ingunn varð fyrst til að kasta.
Loðna Ingunn varð fyrst til að kasta.
Loðnuvertíðin hófst í gærkvöldi. Ingunn AK fékk 150 tonn í nót á miðunum norðan við Melrakkasléttu og Faxi og grænlenskt skip voru að draga fyrsta kastið. Fleiri skip biðu eftir að geta beitt trolli.

Loðnuvertíðin hófst í gærkvöldi. Ingunn AK fékk 150 tonn í nót á miðunum norðan við Melrakkasléttu og Faxi og grænlenskt skip voru að draga fyrsta kastið. Fleiri skip biðu eftir að geta beitt trolli.

Albert Sveinsson skipstjóri á Faxa sagði í gærkvöldi að töluverðar lóðningar væru sunnan við trollhólfið. Hins vegar væri kaldafýla og erfitt að eiga við nótina. Skipin köstuðu á síldina þegar fór að dimma. Ekki leit vel út með veður en Albert vonaðist til að eitthvað yrði hægt að gera. „Þetta hlýtur að koma,“ sagði hann. helgi@mbl.is