Á hálum ís Gangandi vegfarendur þurfa að hafa vara á sér á svellinu.
Á hálum ís Gangandi vegfarendur þurfa að hafa vara á sér á svellinu. — Morgunblaðið/Golli
Mikil ísing tók að myndast á götum og gangstígum í höfuðborginni í gærmorgun eftir rigningu næturinnar og áttu margir erfitt með að fóta sig á svellinu í allan gærdag. Skv.

Mikil ísing tók að myndast á götum og gangstígum í höfuðborginni í gærmorgun eftir rigningu næturinnar og áttu margir erfitt með að fóta sig á svellinu í allan gærdag. Skv. upplýsingum frá Landspítalanum sóttu óvenju margir slysadeild heim vegna hálkuslysa í gær.

Læknir á Landspítalanum sagði álagið hafa verið mjög mikið um stund og að röntgendeild spítalans hefði átt fullt í fangi með að taka af fólki myndir. Ekki fengust þó upplýsingar um hvort einhver alvarleg slys hefðu átt sér stað í hálkunni né heldur hversu mörg slysin voru.

Hjá varðstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fengust þær upplýsingar að um tíu manns hefðu verið fluttir undir læknishendur með sjúkrabíl eftir að hafa dottið í hálku. Starfsmenn Reykjavíkurborgar dreifa um 30 til 40 tonnum af sandi daglega á stíga og gangbrautir og mikil sala er á mannbroddum, jafnvel meiri en í fyrra, að sögn Loga Arnars Sveinssonar skósmiðs á Skóvinnustofu Hafþórs.