— Morgunblaðið/Kristinn
Páll Óskar Hjálmtýsson mun halda sitt fyrsta Pallaball í Noregi laugardaginn 25. janúar nk. og fer það fram í The Ballroom í Ósló. Páll greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir þar að húsið verði opnað kl.
Páll Óskar Hjálmtýsson mun halda sitt fyrsta Pallaball í Noregi laugardaginn 25. janúar nk. og fer það fram í The Ballroom í Ósló. Páll greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir þar að húsið verði opnað kl. 20 og að hann verði á sviðinu allan tímann, allt þar til ballinu lýkur kl. 2.30. Hann muni þeyta skífum allt kvöldið og blanda nýjustu partílögunum saman við sígild diskólög, Evróvisjónlög og íslenska poppklassík og syngja helstu smelli sína af löngum ferli og taka „Pallashow eins og honum einum er lagið ásamt dönsurunum sínum, bombunum og glimmerinu,“ eins og því er lýst á Facebook.