Ali Larayedh, forsætisráðherra Túnis, sagði af sér embætti í gær til þess að freista þess að binda enda á mánaðalangt pólitískt þrátefli í landinu.

Ali Larayedh, forsætisráðherra Túnis, sagði af sér embætti í gær til þess að freista þess að binda enda á mánaðalangt pólitískt þrátefli í landinu. Stjórn íslamistans Larayedh var sú fyrsta sem kjörin var með lýðræðislegum hætti eftir að Zine El Abidine Ben Ali var steypt af stóli fyrir þremur árum.

Við völdum tekur bráðabirgðastjórn sem á að undirbúa kosningar síðar á þessu ári samkvæmt nýrri stjórnarskrá sem þing landsins mun greiða atkvæði um í næstu viku.