Rangt mataræði Ég rakst á frétt sem ég held að fólk ætti að gefa gaum. Bólguaukandi matur getur valdið þunglyndi hjá fólki. Ef fólk drekkur mikið af sætum drykkjum, borðar hvítt hveiti, rautt kjöt og smjörlíki virðist það auka líkur á þunglyndi um 41%.

Rangt mataræði

Ég rakst á frétt sem ég held að fólk ætti að gefa gaum. Bólguaukandi matur getur valdið þunglyndi hjá fólki. Ef fólk drekkur mikið af sætum drykkjum, borðar hvítt hveiti, rautt kjöt og smjörlíki virðist það auka líkur á þunglyndi um 41%. Þetta sýna niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar vísindamanna við Harvard-háskólann. Vín og kaffi, í hóflegum skömmtum, svo og ólífuolía og grænmeti, getur hins vegar varið líkamann fyrir bólgum. Það sakar ekki að hafa þetta bak við eyrað.

Áhugamanneskja um heilbrigði.