Hljómsveitin ADHD, skipuð Davíð Þór Jónssyni, Ómari Guðjónssyni, Óskari Guðjónssyni og Magnúsi Trygvasyni Eliassen, er lögð af stað í 13 tónleika ferðalag um Evrópu sem lýkur með tónleikum hér á landi, í Gamla bíói, 27. janúar.
Hljómsveitin ADHD, skipuð Davíð Þór Jónssyni, Ómari Guðjónssyni, Óskari Guðjónssyni og Magnúsi Trygvasyni Eliassen, er lögð af stað í 13 tónleika ferðalag um Evrópu sem lýkur með tónleikum hér á landi, í Gamla bíói, 27. janúar. Tónleikaferðalagið er það þriðja sem hljómsveitin fer í á þremur árum. Að tónleikatörn lokinni heldur hljómsveitin í hljóðver og tekur þar upp fimmtu plötu sína. Nokkur lög á henni verða frumflutt í Gamla bíói.