Flygildi Reglurnar eru í skoðun.
Flygildi Reglurnar eru í skoðun.
Flygildi þurfa að hafa siglingaljós og ef þau eru þyngri en fimm kíló þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu fyrir flugi þeirra, sé ætlunin að fljúga þeim í minni hæð en í 500 fetum (150 metrum). Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu.

Flygildi þurfa að hafa siglingaljós og ef þau eru þyngri en fimm kíló þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu fyrir flugi þeirra, sé ætlunin að fljúga þeim í minni hæð en í 500 fetum (150 metrum). Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu.

Einföld og ódýr flygildi vega mun minna en 5 kíló en til eru þyngri tæki.

Samgöngustofa bendir á að ekki þurfi leyfi til klifurs ómannaðra loftfara ef þau vega minna en 5 kíló.

Í Morgunblaðinu í gær komu fram áhyggjur af flugi flygilda yfir mannfjölda, enda gætu þau bilað og fallið niður.

Í svari Samgöngustofu segir að ekki sé tekið sérstaklega á flugi yfir mannfjölda í reglugerðum um flug. Á hinn bóginn séu lágmarksflughæðir skilgreindar í þéttbýli. Þar segir m.a. að ekki megi fljúga sjónflug yfir þéttbýlum hlutum borga, bæja eða þorpa eða yfir útisamkomum í minni hæð en 1.000 fetum (300 metrum). Annars staðar megi ekki fljúga lægra en í 500 fetum (150 metrum). Samgöngustofa geti þó og hafi veitt leyfi fyrir flugi í minni hæð en 150 metrum. Að sjálfsögðu þurfi að gæta varúðar, til að ekki myndist hætta. Verði slys kunni viðkomandi að verða ákærður á grundvelli almennra hegningarlaga.

Í svari stofnunarinnar segir að reglur um ómönnuð loftför séu í skoðun í flestum ríkjum og einnig á Íslandi. Alþjóðaflugmálastofnunin ICAO og Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) séu einnig að undirbúa reglur á þessu sviði. runarp@mbl.is