Afmælisstrákur Haukur Snær Hauksson er 35 ára í dag.
Afmælisstrákur Haukur Snær Hauksson er 35 ára í dag.
Faðirinn, hjólreiðamaðurinn, íþróttaáhugamaðurinn og einn af elskuðustu sonum Breiðholtsins, Haukur Snær Hauksson, fagnar 35 ára afmælisdegi sínum í dag.
Faðirinn, hjólreiðamaðurinn, íþróttaáhugamaðurinn og einn af elskuðustu sonum Breiðholtsins, Haukur Snær Hauksson, fagnar 35 ára afmælisdegi sínum í dag. Við slík tímamót dugar ekkert hálfkák og ætlar hann að mála bæinn rauðan eftir að dagsverki lýkur hjá Umboðsmanni skuldara. Að sögn Hauks gengur hann undir viðurnefninu „Hagnaðurinn“ og helgast það af því að hann er einkar laginn við að vega og meta þá kosti sem hann stendur frammi fyrir. Haukur er faðir Kristínar Maríu, sem er sjö ára, og Sunnu Karenar, fjögurra ára. Foreldrar hans eru þau Kristín Auðunsdóttir og Haukur Ágústsson. Haukur var veikur heima þegar blaðamaður náði tali af honum en eftir að hafa vegið og metið stöðuna hefur hann ákveðið að vera ekki veikur á afmælisdaginn, enda sé búið að lofa honum köku í vinnunni. „Ég er mikið afmælisbarn, eru það ekki allir? Hver hatar afmælið sitt?“ spyr Haukur á heimspekilegum nótum. Haukur styður Liverpool, Fram, LA Lakers og Barcelona. „Nýjasta áhugamálið er bjórbruggun. Svo sem ég líka tónlist við góð tækifæri,“ segir Haukur. Þá er hann kvikmyndaáhugamaður og uppáhaldsmyndin í augnablikinu er Wolf of Wall Street. Hann starfaði líkt og aðalpersónan, Jordan Belfort, á fjármálamarkaði en hann er fyrrverandi starfsmaður Landsbankans. Hann segir að líkindum með þeim ljúki þar með. „Við störfuðum báðir á fjármálamörkuðum og gerum það hvorugir í dag. En ég varð aldrei var við fíkniefni og það var enginn úlfur að vinna með mér,“ segir Haukur í gamansömum tón.