Búið Fara sjónvarpsstöðvar sömu leið og vídeóleigur?
Búið Fara sjónvarpsstöðvar sömu leið og vídeóleigur? — AFP
„Vídjóið drap útvarpsstjörnuna,“ söng hljómsveitin Böggles árið 1979. Myndbandið við lagið var það fyrsta sem sýnt var á tónlistarstöðinni árið 1981 MTV.

„Vídjóið drap útvarpsstjörnuna,“ söng hljómsveitin Böggles árið 1979. Myndbandið við lagið var það fyrsta sem sýnt var á tónlistarstöðinni árið 1981 MTV.

Böggles gæti átt ágætis endurkomu á árinu 2014 og sungið um hvernig netið er að ganga af sjónvarpinu dauðu. Auglýsingar Ríkisútvarpsins eftir nýjum útvarpsstjóra fá mig alltaf til að brosa út í annað.

„Ég er bara minn eigin útvarpsstjóri,“ hreyti ég í þulinn Atla Frey. Ég horfi á sjónvarpsþætti þegar mér hentar. Sjónvarpsþáttaveitur á borð við Netflix munu valda sjónvarpsstöðvum sem lifa í fortíðinni miklum búsifjum. „Þróast eða deyja,“ sagði einhver, örugglega ekki Darwin samt.

Fólk á aldrinum 15 til 35 ára (og örugglega eldra og yngra) lætur ekki mata sig á mislélegum þáttum um gjaldþrota stelpur eða þiggur risaseríur á borð við West Wing, House of Cards eða The Wire í smáskömmtum, einn á viku með handahófskenndum hléum eftir því hvaða boltamót eru í gangi í útlöndum. Við viljum fá þetta allt, núna, og horfa á þetta þegar okkur hentar, hvort sem það er yfir morgunmatnum eða á andvökuvetrarnóttum.

Gunnar Dofri Ólafsson