Tæki og tól Gljáfægður búnaður.
Tæki og tól Gljáfægður búnaður. — Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Fiskimjölsverksmiðja Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, eða Fesið, fékk sl. vor leyfi til að framleiða lýsi til manneldis fyrst íslenskra fiskimjölsverksmiðja. Þá hefur fyrirtækið tekið nýja hreinsistöð í notkun.

Fiskimjölsverksmiðja Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, eða Fesið, fékk sl. vor leyfi til að framleiða lýsi til manneldis fyrst íslenskra fiskimjölsverksmiðja. Þá hefur fyrirtækið tekið nýja hreinsistöð í notkun. Í henni er allt blóðvatn hreinsað og unnið úr því lýsi og mjöl áður en því er dælt fitusnauðu og án þurrefna í hafið handan við Eiðið.

Í lok síðasta árs var hálf öld frá því að verksmiðjan tók til starfa. „Hér hefur verið fjárfest gríðarlega til að ná árangri og félagið er á fleygiferð inn í framtíðina,“ segir Páll Scheving Ingvarsson. 14