Hálslón Hægt rennur í lónin.
Hálslón Hægt rennur í lónin.
Vatnsforði í lónum Landsvirkjunar er minni en verið hefur í mörg ár, eða frá 1998. Enn hefur Landsvirkjun ekki þurft að grípa til skerðingar á afhendingu raforku vegna þessa en verið er að meta stöðuna.

Vatnsforði í lónum Landsvirkjunar er minni en verið hefur í mörg ár, eða frá 1998. Enn hefur Landsvirkjun ekki þurft að grípa til skerðingar á afhendingu raforku vegna þessa en verið er að meta stöðuna.

Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar er lakari en mörg undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu er það vegna lítillar úrkomu og kulda á hálendinu síðasta vor og sumar. Ekki náðist að fylla öll miðlunarlón síðasta haust og var vatnsborð þeirra því lægra en væntingar stóðu til þegar miðlun hófst í október. Innrennsli hefur verið undir meðallagi í vetur. Ástandið er skást á Austurlandi og er staða Hálslóns Kárahnjúkavirkjunar í meðallagi.