Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari lést á heimili sínu föstudaginn, 10. janúar sl., 59 ára að aldri. Þorgerður var fædd í Reykjavík 16.

Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari lést á heimili sínu föstudaginn, 10. janúar sl., 59 ára að aldri.

Þorgerður var fædd í Reykjavík 16. nóvember 1954, dóttir hjónanna Erlends Sveinssonar, síðast yfirþingvarðar Alþingis og Guðfríðar Stefánsdóttur, sem nú er látin.

Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð vorið 1974 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 30. júní 1979.

Vorið 2000 lauk hún meistaranámi í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi.

Sumarið 1979 var Þorgerður fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík og frá 1. september sama ár til 30. júní 1992 hjá bæjarfógetanum í Kópavogi.

Þorgerður var sett í embætti héraðsdómara hjá bæjarfógetanum í Kópavogi frá 1. maí til 31. des 1987, frá 1. apríl til 15. október 1989 og frá 1. október 1990 til 30. júní 1992. Hún var fulltrúi í Héraðsdómi Reykjaness frá 1. júlí 1992 til þess tíma er hún hélt út í framhaldsnám til Svíþjóðar haustið 1999. Þorgerður var skipuð héraðsdómari frá og með 1. september 2002 eftir að hafa verið settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness, Suðurlands, Vesturlands og Reykjavíkur. Hún var dómstjóri við Héraðsdóm Austurlands frá 1. janúar 2003 og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. september 2005 til dauðadags.

Hún átti sæti í fjölmiðlanefnd og prófnefnd um réttindi til að verða héraðsdómslögmaður. Hún sat í dómstólaráði og var varaformaður Dómarafélags Íslands frá 2009-2011.

Maður Þorgerðar var Kristján S. Sigurgeirsson lögfræðingur og eignuðust þau tvo syni, Erlend Kára og Friðrik Gunnar.

Útför Þorgerðar fer fram frá Neskirkju nk. föstudag, 17. janúar, kl. 13.00.