Grasalækningar Saga þeirra er nokkuð sérstök og verður fjallað um hana í þessu erindi.
Grasalækningar Saga þeirra er nokkuð sérstök og verður fjallað um hana í þessu erindi. — Morgunblaðið/Ómar
Á slaginu kl. tólf í dag verður fluttur fyrirlestur á Þjóðminjasafni Íslands. Þar heldur Elsa Ósk Alfreðsdóttir fyrsta fyrirlestur ársins í fyrirlestraröð Félags þjóðfræðinga.

Á slaginu kl. tólf í dag verður fluttur fyrirlestur á Þjóðminjasafni Íslands. Þar heldur Elsa Ósk Alfreðsdóttir fyrsta fyrirlestur ársins í fyrirlestraröð Félags þjóðfræðinga.

Í þessu erindi verður saga grasalækninga hér á landi kynnt í stuttu máli og hún sett í samhengi við samfélagslega þróun. Fjallað verður um viðhorf og stöðu grasalæknafjölskyldu einnar en í henni eru afkomendur hvað þekktustu alþýðulækna Íslendinga. Í erindinu verður m.a. komið inn á hugmyndir um forlög, huldufólk, máttarvöld og menningararf þjóðar.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.