Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirhuguð niðurfærsla verðtryggðra íbúðalána, hækkun raunverðs fasteigna, minnkandi vanskil og vaxtamunur á nýjum útlánum munu líklega draga úr fjárþörf Íbúðalánasjóðs næstu ár.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Fyrirhuguð niðurfærsla verðtryggðra íbúðalána, hækkun raunverðs fasteigna, minnkandi vanskil og vaxtamunur á nýjum útlánum munu líklega draga úr fjárþörf Íbúðalánasjóðs næstu ár.

Sjóðurinn fær 4,5 milljarða í viðbótarframlag frá ríkinu í ár og er gert ráð fyrir sömu upphæð á næstu árum, alls níu milljörðum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gæti heildarupphæðin orðið hærri en jafnframt líka lægri.

Sigurður Erlingsson, forstjóri ÍLS, leggur áherslu á að sjóðurinn eigi nægt lausafé. Fjárþörfin sé komin til af tapi vegna verulegra vanskila og rekstrarkostnaðar fullnustueigna sem skila ekki tekjum. Eignir séu ekki seldar meðan ábúendur eigi ekki í önnur hús að venda. Íbúðalánasjóður á 320 eignir í Reykjavík og er 231 í útleigu. Þá standa eftir 89 íbúðir. Er markmiðið að selja stóran hluta fasteigna í ár. Staða eigna sjóðsins á höfuðborgarsvæðinu öllu lá ekki fyrir í gær.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, segir fulltrúa banka og leigjenda deila um kjör á húsaleigumarkaði á vettvangi samvinnuhóps húsnæðismálaráðherra. Vandinn sé mikill.

Bráðavandi ... 6

30% hækkun frá 2011
» Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði
um 30% á tímabilinu frá janúar 2011 til nóvember 2013.