[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
E iður Smári Guðjohnsen var í gær orðaður við belgíska knattspyrnuliðið Zulte-Waregem, sem Ólafur Ingi Skúlason leikur með.

E iður Smári Guðjohnsen var í gær orðaður við belgíska knattspyrnuliðið Zulte-Waregem, sem Ólafur Ingi Skúlason leikur með. Het Laaste Nieuws sagði að félagið vildi fá Eið frá Club Brugge til að fylla skarð Thorgans Hazards , sem hefur verið í láni frá Chelsea en er á förum. Forráðamenn Zulte-Waregem neituðu að ræða málið við fjölmiðla, og kváðust ekki ræða fréttir um félagaskipti nema þau væru fullfrágengin.

Samir Nasri , franski knattspyrnumaðurinn hjá Manchester City, verður frá keppni næstu átta vikurnar. Hann meiddist á hné í leik liðsins við Newcastle, þegar Mapou Yanga-Mbiwa , varnarmaður Newcastle, tæklaði hann harkalega, en meiðslin reyndust ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

Hollenski knattspyrnumaðurinn Maikel Verkoelen er kominn til KR-inga og verður til reynslu hjá þeim út þessa viku. Verkoelen er 21 árs miðvörður, alinn upp hjá PSV Eindhoven. Hann á ekki deildaleik að baki með liðinu en lék með aðalliðinu í forkeppni Evrópudeildarinnar og í hollensku bikarkeppninni tímabilið 2011-12. Verkoelen spilaði síðan sem lánsmaður með FC Eindhoven í hollensku B-deildinni síðasta vetur, 2012-13, en er samningslaus núna. Hann hefur leikið með U17- og U19-ára landsliðum Hollands.

C asper Andersen , 31 árs gamall knattspyrnumaður frá Danmörku, er væntanlegur til reynslu hjá Stjörnunni. Andersen er varnarmaður og hefur spilað í Ástralíu í hálft annað ár en var áður lengi í röðum AB í Kaupmannahöfn.

N adine Angerer , nýkjörin besti leikmaður síðasta árs í kvennaflokki, hefur samið við bandaríska félagið Portland Thorns um að leika með því á komandi keppnistímabili, en Angerer er markvörður og fyrirliði Evrópumeistara Þýskalands í knattspyrnu kvenna. Angerer, sem er 35 ára, yfirgaf Frankfurt síðasta sumar og spilar nú með Brisbane Roar í Ástralíu.

B irkir Bjarnason kom inn á sem varamaður hjá Sampdoria þegar liðið sigraði Udinese örugglega á heimavelli sínum, 3:0, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í gær. Birkir kom inn á á 66. mínútu í stöðunni 2:0 fyrir Sampdoria.