Farsæll Gísli Örn Garðarsson á góðu gengi að fagna sem leikstjóri.
Farsæll Gísli Örn Garðarsson á góðu gengi að fagna sem leikstjóri. — Morgunblaðið/Golli
Leikritið The Heart of Robin Hood í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, sem sýnt er í leikhúsinu American Repertory Theater í Cambridge, Massachusetts í Bandaríkjunum, er eitt þeirra verka sem leiklistargagnrýnandi dagblaðsins Boston Globe mælir með að...
Leikritið The Heart of Robin Hood í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, sem sýnt er í leikhúsinu American Repertory Theater í Cambridge, Massachusetts í Bandaríkjunum, er eitt þeirra verka sem leiklistargagnrýnandi dagblaðsins Boston Globe mælir með að lesendur sjái. Uppfærslan hefur hlotið mikið lof í blaðinu og segir rýnir m.a. að í henni megi finna rómantík, gamanleik, dramatík og loftfimleika auk Americana-hljómsveitar og hákarls. Leiksýningin var frumflutt af Royal Shakespeare Company síðla árs 2011 og var hún meðal hápunkta í ársyfirliti breska dagblaðsins Independent hvað leiklist varðar það sama ár.