Á skólabekk Íslenska grunnskólakerfið er kostnaðarsamt.
Á skólabekk Íslenska grunnskólakerfið er kostnaðarsamt. — Morgunblaðið/Eggert
Niðurstöður nýjustu Pisa-rannsóknarinnar kalla m.a. á að endurskoða þurfi námsmat. Spyrja þurfi hvernig standi á því að nemendur komist í gegnum tíu ára grunnskólanám án þess að kunna nægilega vel að lesa.

Niðurstöður nýjustu Pisa-rannsóknarinnar kalla m.a. á að endurskoða þurfi námsmat. Spyrja þurfi hvernig standi á því að nemendur komist í gegnum tíu ára grunnskólanám án þess að kunna nægilega vel að lesa. Þetta segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og spyr: „Af hverju blikka rauðu ljósin ekki miklu fyrr?“

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að útkoman bendi til þess að stöðugt sé verið að hlaða verkefnum á skólana og kennarar hafi sífellt minni tíma til að sinna kennslu.

Heildarrekstrarkostnaður við íslenska grunnskólakerfið var rúmlega 61 milljarður árið 2012, sem er 54% hærra en meðaltal OECD-ríkjanna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ítrekað kallað eftir sundurliðun þess kostnaðar sem ekki snýr beint að kennslunni, án árangurs. annalilja@mbl.is 16-17