Fertugsafmæli Peter Gabriel, fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Genesis.
Fertugsafmæli Peter Gabriel, fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Genesis.
Fertugsafmæli víðfrægrar konseptplötu Genesis, The Lamb lies down on Broadway , verður fagnað með tónleikum í Salnum í Kópavogi 1. febrúar nk.

Fertugsafmæli víðfrægrar konseptplötu Genesis, The Lamb lies down on Broadway , verður fagnað með tónleikum í Salnum í Kópavogi 1. febrúar nk. Mun þar átta manna hljómsveit, skipuð íslenskum og erlendum tónlistarmönnum, flytja valin lög af plötunni sem og aðra smelli Genesis frá ólíkum tímabilum. Hljómsveitina skipa Arnar Sebastian Gunnarsson, Árni Steingrímsson, Bjarni Þór, Björn Erlingsson, Don Eddy, Jósep Gíslason, Nathalie Eva Gunnarsdóttir og Sigurður Guðni Karlsson.

The Lamb lies down on Broadway er sjötta hljóðsversskífa Genesis og sú síðasta sem Peter Gabriel, fyrrverandi forsprakki Genesis, gerði með hljómsveitinni.