14. janúar 1985 Tékkneska tennisstjarnan Martina Navratilova vinnur sitt 100. mót á ferlinum í einliðaleik sem atvinnumaður í tennis, í Washington.

14. janúar 1985

Tékkneska tennisstjarnan Martina Navratilova vinnur sitt 100. mót á ferlinum í einliðaleik sem atvinnumaður í tennis, í Washington. Hún varð þar með önnur konan frá upphafi til að ná þeim áfanga, á eftir Chris Evert Lloyd, en eini karlinn sem hafði unnið þetta afrek á þeim tíma var Jimmy Connors.

14. janúar 1986

Ísland sigrar Danmörku, 20:17, í fyrsta leiknum í Eystrasaltsmóti karla í Árósum. Kristján Arason skoraði 8 mörk og Þorbergur Aðalsteinsson 7 þannig að þeir tveir sáu um 75 prósent marka íslenska liðsins. „Dönsku leikmennirnir reyndu allt hvað þeir gátu til að stöðva þá en án árangurs,“ segir í umfjöllun Morgunblaðsins.

14. janúar 2011

Ísland vinnur sannfærandi sigur á Ungverjum, 32:26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Norrköping. Aron Pálmarsson gerði 8 mörk og Alexander Petersson 5. „Sigurinn lyginni líkastur,“ og „Sá tvítugi hjó á hnútinn,“ sagði í fyrirsögnum Morgunblaðsins og í þeirri síðari var vitnað til Arons.