— Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Þetta er vertíð fisksala, byrjar með skötunni í desember, svo hrognin og rauðmaginn,“ sagði Haraldur Sólmundsson, fisksali í Sjávarhöllinni, en sala á hrognum og lifur hófst þar í gærmorgun og var salan víst ágæt.

„Þetta er vertíð fisksala, byrjar með skötunni í desember, svo hrognin og rauðmaginn,“ sagði Haraldur Sólmundsson, fisksali í Sjávarhöllinni, en sala á hrognum og lifur hófst þar í gærmorgun og var salan víst ágæt. Leiðinlegt sjóveður að undanförnu hefur valdið vissum skorti á hrognum en ræst hefur úr. „Maður getur ekki orðið sér úti um nóg af hrognum og lifur,“ sagði Haraldur að lokum. sgs@mbl.is