— Morgunblaðið/Golli
Sýning á myndbandsverkum myndlistarkonunnar Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur verður opnuð í listamiðstöðinni Centre Pompidou, 23. janúar nk.

Sýning á myndbandsverkum myndlistarkonunnar Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur verður opnuð í listamiðstöðinni Centre Pompidou, 23. janúar nk. Í sýningunni nýtur hún aðstoðar tveggja leikkvenna, Charline Grand og Caroline Breton, við flutning myndbandsverka á Skype, að því er segir á vef miðstöðvarinnar.

Sýningin er samvinnuverkefni Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF og Centre Pompidou og er hluti af alþjóðlega verkefninu Hors Pistes. Verk Ásdísar voru sýnd á RIFF í Slippbíói hótelsins Reykjavík Marina í september í fyrra.