Páll Vilhjálmsson
Páll Vilhjálmsson
Páll Vilhjálmsson fjallaði um miklar sveiflur í verði á gulli síðustu árin og hvernig fasteignaverðsþróun endurspeglar stöðu efnahagslífsins og segir svo: Íslenskir ESB-sinnar tala aldrei um gjaldmiðla og verðlag í útlöndum.

Páll Vilhjálmsson fjallaði um miklar sveiflur í verði á gulli síðustu árin og hvernig fasteignaverðsþróun endurspeglar stöðu efnahagslífsins og segir svo:

Íslenskir ESB-sinnar tala aldrei um gjaldmiðla og verðlag í útlöndum.

Samkvæmt heimsmynd ESB-sinna er allt fínt og frábært í gjaldmiðlamálum erlendis, og þó sérstaklega á evru-svæðinu.

ESB-sinnar reyna að telja okkur trú um að eina sem við þurfum í hagstjórn sé „alþjóðlegur gjaldmiðill“ og eiga þá við evruna.

Hrun gulls, gjaldeyrisstríð og stórkostlegt verðfall á fasteignum eru birtingarmyndir vanda hagstjórnar og peningamálastefnu í alþjóðlegu samhengi, – þar sem stærstu gjaldmiðlar heims eru ráðandi.

Það heitir myntheimska, og er séríslenskt fyrirbrigði ESB-sinna, að telja efnahagsvanda þjóðar stafa af gjaldmiðli.

Það er ekkert samhengi á milli „alþjóðleika“ gjaldmiðla og efnahagsstjórnar. Litlir gjaldmiðlar geta verið traustir og stöðugir, eins og reynsla Norðmanna sýnir, og gjaldmiðlar stórríkja sveiflast um tugi prósenta á fáum misserum, samanber japanska jenið.

Á hinn bóginn er það sjálfstæður efnahagsvandi þegar heilir stjórnmálaflokkar, líkt og Samfylkingin, níða niður þjóðarmyntina. En það er ekki heimska heldur óþverraháttur.“