Hinn franski Delage D8 tekur sig vel út á Concorde-torginu.
Hinn franski Delage D8 tekur sig vel út á Concorde-torginu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mörgum bílaáhugamanninum hlýnaði hressilega um hjartaræturnar nú um nýliðna helgi þegar hópaksturinn „Traversée de Paris en anciennes“ átti sér stað í fjórtánda sinn.
Mörgum bílaáhugamanninum hlýnaði hressilega um hjartaræturnar nú um nýliðna helgi þegar hópaksturinn „Traversée de Paris en anciennes“ átti sér stað í fjórtánda sinn. Eins og frönskumælandi lesendur átta sig á er hér um að ræða akstur gegnum höfuðborg Frakklands á fornbílum. Ekki var skortur á glæsilegum og goðsagnakenndum sjálfrennireiðum frekar en fyrri daginn enda má á þessum degi jafnan sjá dýrgripi sem vart er hleypt út undir bert loft hina 364 daga ársins. Eins og gefur að skilja nýta margir tækifærið og koma sér fyrir á góðum stað til að sjá hina gömlu glæsivagna renna hjá og urðu þeir ekki sviknir af því, eins og meðfylgjandi myndir sýna.