Nýr vefur sem sérhæfir sig í fréttum um bifhjól fór í loftið 1. janúar síðastliðinn á slóðinni www.bifhjol.is.

Nýr vefur sem sérhæfir sig í fréttum um bifhjól fór í loftið 1. janúar síðastliðinn á slóðinni www.bifhjol.is. Á vefnum verða reglulegar fréttir um allt sem viðkemur bifhjólum, innlendar sem erlendar og eru hagsmunaaðilar hvattir til að senda vefnum efni. Þar munu lesendur einnig geta sett inn aðsendar greinar og þar verður líka birt fræðsla af ýmsu tagi er tengist bifhjólum á einhvern hátt. Að sögn Njáls Gunnlaugssonar, ritstjóra bifhjol.is, hefur vefurinn strax fengið góðar viðtökur. „Það hefur greinilega verið vöntun á svona efni því vefurinn hefur strax fegnið fína lesningu. Við birtum nokkrar fréttir á dag þegar best lætur og til dæmis núna er Dakar-rallið hafið, en þaðan verðum við með reglulegar fréttir. Við höfum líka hugsað okkur að prófa vörur og bifhjól og skrifa um það,“ sagði Njáll. Loks verður vefurinn með „Hjól vikunnar“ í hverri viku svo að ef lesendur vita af flottu hjóli sem er nýbúið að gera upp eða er nýkomið til landsins er um að gera að setja sig í samband við ritstjóra. njall@mbl.is