Oliver Giroud
Oliver Giroud
Arsenal komst enn á ný í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar liðið lagði Aston Villa á útivelli, 2:1, í gærkvöldi. Jack Wilshere og Oliver Giroud komu Arsenal í 2:0 með mörkum á 34. og 35.

Arsenal komst enn á ný í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar liðið lagði Aston Villa á útivelli, 2:1, í gærkvöldi. Jack Wilshere og Oliver Giroud komu Arsenal í 2:0 með mörkum á 34. og 35. mínútu leiksins en varnarleikur Aston Villa í báðum mörkum verður ekki notaður á kennslumyndböndum enska knattspyrnusambandsins í framtíðinni.

Christian Benteke, sóknarmaður Aston Villa, minnkaði muninn á 76. mínútu en Belginn öflugi hefur lítið látið fyrir sér fara á leiktíðinni síðan hann fór illa með Arsenal í fyrstu umferð mótsins. Hann komst nálægt því að jafna metin á lokamínútunni en lét verja frá sér skalla af stuttu færi.

Arsenal er sem fyrr segir í toppsæti úrvalsdeildarinnar með 48 stig eftir 21 umferð, stigi á undan Manchester City. Aston Villa er í 11. sæti með 23 stig. tomas@mbl.is