Ariel Sharon
Ariel Sharon
Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var í gær jarðsettur á búgarði sínum. Sharon lést um helgina, 85 ára að aldri. Shimon Peres forseti sagði að hinn umdeildi Sharon hefði verið „lifandi goðsögn“.

Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var í gær jarðsettur á búgarði sínum. Sharon lést um helgina, 85 ára að aldri.

Shimon Peres forseti sagði að hinn umdeildi Sharon hefði verið „lifandi goðsögn“. Herstjórnarsnilld Sharons er oft sögð hafa tryggt sigur í stríðinu við Egypta 1973. Þá komu þeir Ísraelum að óvörum og réðust að næturlagi yfir Súesskurðinn. Í nokkra daga virtist sem Ísraelar væru að tapa. kjon@mbl.is