Vinsæl Úr kvikmynd Bens Stillers, The Secret Life of Walter Mitty, sem tekin var upp víða um Ísland, m.a. á Seyðisfirði og í Stykkishólmi.
Vinsæl Úr kvikmynd Bens Stillers, The Secret Life of Walter Mitty, sem tekin var upp víða um Ísland, m.a. á Seyðisfirði og í Stykkishólmi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
The Secret Life of Walter Mitty , kvikmynd Bens Stillers, er sú tekjuhæsta að liðinni bíóhelgi, aðra helgina í röð. Góða aðsókn má líklega þakka því, a.m.k.
The Secret Life of Walter Mitty , kvikmynd Bens Stillers, er sú tekjuhæsta að liðinni bíóhelgi, aðra helgina í röð. Góða aðsókn má líklega þakka því, a.m.k. að einhverju leyti, að myndin var tekin nær eingöngu upp hér á landi og leikur eflaust mörgum forvitni á að vita hvernig landið kemur út á hvíta tjaldinu í leikstjórn Stillers. The Hobbit: The Desolation of Smaug er næsttekjuhæsta myndin líkt og síðustu helgi en alls hafa nú um 63.500 aðgöngumiðar verið seldir á hana.

American Hustle var frumsýnd fyrir helgi og er sú fimmta tekjuhæsta. Sú mynd hlaut þrenn Golden Globe-verðlaun í fyrradag og þykir líkleg til afreka á Óskarsverðlaununum. Myndin er gagnrýnd á bls. 31 í blaðinu í dag.