Ótti Hjónin Sólveig og Ágúst stjana við hinn ógnvekjandi matargest Lúkas.
Ótti Hjónin Sólveig og Ágúst stjana við hinn ógnvekjandi matargest Lúkas. — Ljósmynd/Eddi
Leikritið Lúkas eftir Guðmund Steinsson, sem frumsýnt var í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 28. desember sl. og hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda, hefur nú verið flutt yfir í Tjarnarbíó þar sem það verður sýnt út janúar. Næstu sýningar á Lúkasi fara fram 16.
Leikritið Lúkas eftir Guðmund Steinsson, sem frumsýnt var í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 28. desember sl. og hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda, hefur nú verið flutt yfir í Tjarnarbíó þar sem það verður sýnt út janúar. Næstu sýningar á Lúkasi fara fram 16., 17. og 18. janúar. Í leikritinu er fjallað um kúgun og meðvirkni og segir í því af hjónum sem taka reglulega á móti matargestinum Lúkasi. Líf hjónanna virðist snúast um þessar heimsóknir, að gera Lúkasi til hæfis, en hann leikur sér að þeim eins og köttur að mús.