— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varðskipið Þór er farið til eftirlits á íslenska hafsvæðinu. Skipið hefur verið í Reykjavíkurhöfn síðustu mánuði fyrir utan aðstoð við flutningaskipið Fernöndu og útkall vegna elds í Goðafossi í byrjun nóvember.
Varðskipið Þór er farið til eftirlits á íslenska hafsvæðinu. Skipið hefur verið í Reykjavíkurhöfn síðustu mánuði fyrir utan aðstoð við flutningaskipið Fernöndu og útkall vegna elds í Goðafossi í byrjun nóvember. Gert er ráð fyrir að skipið verði á loðnumiðunum, til eftirlits með loðnuveiðum, en loðnuvertíðin er nú hafin. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, leysti landfestar Þórs í gær.