Aðspurður hvaða hindranir hafi helst mætt Snjohus Software á sprotastiginu segir Gunnar að það væri til mikils að vinna að byggja upp betra fjárfestaumhverfi á Íslandi.

Aðspurður hvaða hindranir hafi helst mætt Snjohus Software á sprotastiginu segir Gunnar að það væri til mikils að vinna að byggja upp betra fjárfestaumhverfi á Íslandi. Margir hafi nefnt það við aðstandendur Snjohus að skynsamlegast væri að flytja fyrirtækið til Bandaríkjanna þar sem umgjörðin um fyrirtæki af þessum toga er allt önnur. „Íslenskir fjárfestar eru bæði fáir, frekar litlir, og hægvirkir. Fjármögnunarvinnan gengur miklu hraðar fyrir sig vestanhafs og mikill ókostur – sérstaklega fyrir hugbúnaðarfyrirtæki – ef tekur langan tíma að fá skýr svör um fjarmögnun og samstarf.“

Þegar Gunnar lítur til baka segir hann að það hefði einnig verið gott að geta gengið að lögfræðiaðstoð til að takast á við ýmis atriði sem sprotafyrirtæki þurfa að tækla. „Svo má ekki gleyma að það er ekki auðvelt að fá erlent fjármagn til landsins meðan gjaldeyrishöftin eru enn í gildi. Fáir eru að setja peninga í íslensk sprotafyrirtæki ef þeir geta ekki verið vissir um að fá að taka fjárfestinguna aftur út úr landinu síðar.“